Haraldur Jónsson at Glerhúsið, Reykjavík
November 30, 2022
Bráð is the title of an ongoing exhibition by Haraldur Jónsson at Glerhúsið, an artist-run exhibition space at Vesturgata 33b in Reykjavík. This Sunday, the artist will give an artist talk at 2 p.m.

____

Nú stendur yfir í Glerhúsinu sýningin Bráð með nýjum verkum Haraldar Jónssonar. Þau eru unnin í keramik, málmflögur, gúmmí og hljóð sem fléttast saman við rýmið í marglaga heild. Lýsingin til staðar er sjálf dagsbirtan og streymir rólega inn um glugga og gættir, ljósop sem hreyfist á hraða sólargangsins, opnast og lokast úr einu augnabliki í annað.

Hér verða innstungur að fornminjum, rétt einsog lyklar, nafnspjöld, takkar, dyrabjöllur, allir hlutirnir sem hverfa, gufa upp og bráðna burt úr samtímanum, eins líkaminn og snerting sogast inní skerm, tungumálið umbreytist í broskalla. Meðan leirinn harðnar, stirðnar upp einsog líkami.

„Ekki gefa mér vatn, gefðu mér heldur rafmagn. Meðan þú áttar þig, fótar þig, nærð þér í hvíslandi ljósaskiptum innanum munnfylli af þögn eða handföng að tómi eða það sem hrærist í bilunum eða.“

Haraldur kann að gefa ósýnileikanum ham, færa honum efnivið. Hann veltir fyrir sér hugsanlegri vegalengd milli skynfæra og hugans og spilar á þann streng, strengi. Blæs út í risastærðir eitthvað sem gleymdist eða gefur trölli tækifæri á að syngja ofanúr fingrabjörg. Hann stendur styrkum fótum í tíma sínum, gaumgæfir vel og gengur sífellt lengra og lengra og jafnframt styttra og styttra í leik sínum og leit, sem aldrei verður átök eða glíma, við / með / að einfaldleikanum, einsog sjá má og heyra á sýningu hans Bráð. Hér rammar hann samtímann inní alveg nýja hornklofa, setur ósnertanleika straumsins í klæði og í áþreifanlegt samband við jörðu, færir áferðarfagurri tækninni mennsku, hina klaufsku fínlega klunnalegu mennsku stappaða fingraförum, og sem jafngömul er mannkyninu.

Sunnudaginn 4.desember kl 14 verður listamannaspjall með Haraldi í Glerhúsinu. Sýningin stendur til 18.desember.
BERG  Contemporary
BERG Contemporary
Smiðjustígur 10
Klapparstígur 16
101 Reykjavík
Iceland
↗View on Google Maps